Um okkur

Netveldið rekur nokkrar vefsíður sem hafa í mörgum tilfellum orðið til útfrá áhugamálum fjölskyldunnar.  Netveldið er rekið af hjónunum Geir Gígja og Jónínu Einarsdóttur.  Þeim til aðstoðar er elsti sonurinn Kristófer Ingi.  Einnig hefur labrador hundurinn Ronja aðstoðað við að skoða hundasvæði fyrir vefsíðuna bestivinur.is.  Þá hafa Guðmundur og Lena hjálpað mikið til með óþrjótandi þolinmæði þegar foreldrarnir eru alltaf að vinna í tölvunni.