Tjaldsvæði á Íslandi

 Veistu ekki hvar á að tjalda?  Þá er tjalda.is rétti staðurinn.

Tjalda.is var stofnuð 2008 og er upplýsingavefur um öll tjaldsvæði á Íslandi. Þar getur þú séð upplýsingar um aðstöðuna, myndir, verðupplýsingar og staðsetningu tjaldsvæðisins á korti.

Einnig eru lénin www.tjaldsvaedi.is, www.tjaldstaedi.is, www.gocamping.is og www.campinginiceland.is virk og vísa á www.tjalda.is

Tjalda.is hefur verið mjög vinsæll vefur frá opnun og hefur heimsóknum inná vefinn fjölgað mikið ár frá ári.  Sumarið 2013 voru það gestir frá yfir 60  mismunandi þjóðlöndum sem heimsóttu vefinn.  Erlendir ferðamenn byrja að skipuleggja sumarfríin sín fyrr og byrja þeir að skoða tjalda.is frá miðjum janúar ár hvert.  Íslenskir ferðamenn fara svo að skipuleggja sumarfríin sín frá miðjum apríl og er hámarkinu svo náð í ágúst byrjun.

Tjalda.is er einnig á fésbók og eru þar settar inn fréttir, upplýsingar og ný tjaldsvæði.

Skoðaðu tjalda.is hérna

Tjalda.is á facebook      

 Ef þú hefur áhuga á að auglýsa á tjalda.is er best að senda fyrirspurn á geir@tjalda.is.